Klínisk Dáleiðsla

Meðferðadáleiðsla er öflug leið til að vinna á ótta, fóbíum, kvíða, lágu sjálfsmati, minnka matarlyst, hætta að reykja og bæta frammistöðu í námi og íþróttum og draga úr hinum ýmsu sjúkdómseinkennum.

Sem dæmi má nefna að vefjagigtarsjúklingar hafa getað nýtt dáleiðslumeðferð til að draga úr einkennum vefjagigtar.

Í raun er öll dáleiðsla sjálfsdáleiðsla og geta allir nýtt sér meðferðaformið. 

Dáleiðsla hefur verið notuð með það að markmiði styrkja fólk og hjálpa því að endurforrita sig.

Sá sem dáleiðir getur engu breytt nema viðkomandi vilji gera þessar breytingar, þá gerir undirvitund breytingar sem óskað er eftir. 

Dáleiðari getur aðstoðað viðkomandi við að gera þær breytingar sem hann/hún óskar eftir.

Ég hef unnið bæði með unglingum og fullorðnum með góðum árangri.

Einnig er dáleiðsla eitt magnaðasta form djúpslökunar og streitulosunar

Bóka tíma 

Umsagnir

Leitaði til Kristínar eftir að hafa heyrt vel látið af henni sem klínískur dáleiðari. Ástæða komu minnar var að ég hafði fengið blóðtappa í heila sex mánuðum fyrr og ekki náð einni mínútu af slökun í sex mánuði. 

Ég gerði mér litlar væntingar en mikið sem ég elska dáleiðslu !

Nú get ég slakað á og sef betur en áður, ég fékk hljóðfæl hjá Kristínu og hann nýti ég óspart heima hjá mér.

Mín bestu meðmæli og þakklæti

Sigrún Margrét

Eftir mörg ár í neyslu þegar ég var búinn að ná botninum og andlega hliðin og í raun allt lífið mitt algjörlega í rúst þá var mér bent á að tala við Kristínu. Ég tók nokkra tíma hjá henni í klíníska dáleiðslu.
Að koma úr dáleiðslu meðferð er í raun og veru engu líkt, það er ólýsanleg ró og vellíðan sem fyllir mann eftir svoleiðis tíma.
Ég gef henni mín allra bestu meðmæli og er henni svo innilega þakklátur fyrir alla hennar hjálp. Hún hefur hjálpað mér með fíknivanda minn, samskipti við fjölskylduna og kvíða til dæmis. Núna eru komnir 18+ mánuðir allsgáðir hjá mér, ég er búinn að eignast gott samband við son minn og fjölskyldu aftur, búinn að trúlofa mig og á mjög fallegt líf sem ég er virkilega þakklátur fyrir.
Takk fyrir mig Kristín

 

Sigurður Þorsteinsson

Náði tökum á kvíðanum t.d með djúpslökun og dáleiðslu. Er kominn með betri sýn á lífið og finnst allt ganga miklu betur. Er komin með betra sjálfstraus og orðin betri við sjálfa mig.

Slaka mun betur á, vera jákvæðari og breytt hugarfar.

Ólöf Anna

Hárgreiðslukona