Markþjálfun

Taktu flugið og hámarkaðu árangurinn þinn!

Markþjálfun er fyrir fólk sem vill ná auknum árangri og auka skilvirkni. Markþjálfun er aðferðafræði sem er til þess fallin að hjálpa einstaklingum að öðlast skýrari framtíðarsýn og hvernig hægt er að nýta styrkleika sína til að raungera þá sýn. Markþjálfun er samræðuferli þar sem vitundarsköpun markþegans leiðir til nýrra lausna og tækifæra. Markþjálfun á rætur sínar að rekja til ýmssa fræðigreinar, m.a. leiðtogafræði, sálfræði, félagsfræði, taugavísindi og kennslufræði.

Markþjálfi er ekki ráðgjafi heldur leggur áherslu á að markþegi finni sjálfur lausnina  á hverju máli sem tekið er fyrir. Markþjálfinn heldur hinsvegar utan um ferlið og nær með beinum tjáskiptum og kraftmiklum spurningum að beina markþeganum að kjarna málsins.

Markþjálfun er eins og púsluspil þar sem megintilgangurinn er að leggja nokkur púsl á hverjum fundi þar til heildarmyndin er skýr. Sú mynd er í flestum tilvikum ný, fersk og kraftmikil, þar sem búið er að breyta draumum og væntingum markþegans  í skýr markmið með tilheyrandi leiðum og framkvæmdum að því sem stefnt er á.

Ástæðan fyrir að markþjálfun hefur fest sig í sessi á undanförnum árum er einfaldlega að hún skilar árangri. Þeir sem notið hafa góðrar markþjálfunar, hvort sem er í störfum sínum eða einkalífi segja hana framúrskarandi tæki til að ná markmiðum og breyta hegðun eða einfaldlega að hugsa lífið upp á nýtt.

Bóka tíma 

Umsagnir

Hún Kristín er mjög góð í því sem hún gerir, hún er góður hlustandi, frábær leiðbeinandi, mjög kvetjandi og hún hikar ekki við að draga mann út úr skelinni eða þægindarammanum sem við erum flest oftast inní. Hún hjálpaði mér við ótal margt bæði við að opna mig, sýna mér hvernig ég get bætt samband mitt við nám og finna góðar leiðir sem henta mér, setja mér markmið og bara við að kynnast sjálfri mér betur og einnig við að setja mér skýr mörk og standa við þau sem er svo mikilvægt.
Stöndum saman, verum sterk, setjum okkur markmið og Mörk sem við stöndum við og kíkjum í markþjálfun til Kristínar.
ég mæli allavega 100% með henni!!
Diljá Hlín Arnardóttir

Framhaldsskólanemi

Það eru ótal margir þættir sem ég náði að læra betur inná sjálfan mig eftir markþjálfun hjá Kristínu. Eitt af því var að læra betur inná ADHD röskunina mína og tileinka mér aðferðir til að nýta mér röskunina mína  til framdráttar með því að ná tökum að hlusta rétt á innsæi mitt ásamt því að læra að taka stjórn og slaka á þegar ég þarf á að halda til að sporna við of miklu álagi og streitu.
Einstaklingar með ADHD eru gríðarlega ólíkir og mikilvægt að kortleggja styrkleika sína sem og minni kostina til að nýta orkuna sína á rétta staði og upplifa jafnvægi í daglegu lífi.
Fyrir mig skipti öllu máli að mæta skilningi og að fá hjálp við að sjá hversu dýrmætt það er að vera með ADHD. Eina sem ég þarf að læra og gera er að nýta minn styrkleika og kraftinn minn..
Sædís Sif Harðardóttir

Forstöðumaður

Vá!

Ég ákvað að prófa en átti ekki von á neinu spes, hef farið í markþjálfun áður og það var ekkert spes.

En strax í fyrsta tíma gerðist eitthvað, það kviknaði eldur inn í mér og mig langaði bara að halda áfram og vaxa meira.

Ég er að kynnast mér og komast að því að ég bý yfir geggjuðum styrkleikum og get orðið hvað sem ég vill verða og það að vera með ADHD er kostur en ekki galli eins og ég hef alltaf haldið!

Ívar Bjarki Hólm

Framhaldsskólanemi