HAM-þjálfun

HAM markþjálfun er samsett úr hugrænni atferlisþjálfun og markþjálfun:

Hugræn atferlimeðferð er gagnreynt meðferðarúrræði sem virkar vel við hinum ýmsu kvillum svo sem  kvíða, þunglyndi, streitu,  fælni og streitu, alkahólisma og fíkn.

Hugræn atferlismeðferð er mjög öflugt meðferðaform sem er margrannsakað og rannsóknir sýna að meðferðin er fljótvirk og  ber árangur.

Einnig má nefna að öll sjálfsmyndarvinna byggir í grunninn á hugrænni atferlismeðferð.

Unnið er með hegðun og atferli út frá tilfinningum. Lögð áhersla á að vera núna en ekki í framtíð eða fortíð.

Markþjálfun er áhrifarík aðferðafræði til að þess að kalla fram eiginleika fólks og varpa ljósi á ný tækifæri. Í stað þess að kenna eina rétta aðferð þá gerir markþjálfun ráð fyrir að sérhver manneskja búi yfir einstakri visku og með því að hjálpa fólki að nálgast þessa innri visku, sér fólk ný tækifæri og nýjar leiðir að því að ná fram því besta sem býr innra með því.

Markþjálfi spyr markþega opinna spurninga sem er util þess gerðar að vekja upp vitundarsköpun hjá einstaklingnum og á þann hátt sjá þær leiðir sem eru honum færar að því marki sem hann stefnir.

Leitin að sannleikanum með heiðarleikan og hugrekki að vopni.

Bóka tíma