Samtalsráðgjöf

Sterkari þú, sáttari þú.

Um langt skeið hef ég starfað við ráðgjöf varðandi fíkn og aðstandendur. Sérhæfing mín hefur legið í því að efla foreldra og aðra aðstandendur sem og að veita eftirfylgni út í lífið að vímuefnameðferð lokinni.

Aðstandendaráðgjöf

Það að vera foreldri og eiga barn í vanda er einstaklega erfitt og krefjandi verkefni, hvort sem vandi barnsins er vegna veikinda, hegðunnar eða vímuefnaneyslu og mikilvægt er að foreldrar sinni sjálfum sér svo þér brenni ekki út í því stóra verkefni sem það er að takast á við.

Einnig er mikilvægt að aðrir aðstandendur fái þá aðstoð sem þörf er á.

Hættan á meðvirkni og óheilbrigðum samskiptaformum er mikil þegar vandi steðjar að og meðvirkni er mjög skaðleg öllum sem eiga hlut að máli.

Meðvirkni birtost gjarnan þar sem verið er að takast á við erfið verkefni eins og veikindi, hegðunarvanda, námsörðuleika, fatlanir og svfr.

Stuðningur að meðferð lokinni:

Þegar einstaklingur líkur vímuefnameðferð stendur hann/hún frammi fyrir því að taka þátt í hefðbundu lífi og það er oft mjög ógnvænlegt þegar komið er úr meðferð með alla þá fortíð sem fylgir. 

Uppbygging sjálfsmyndar og markviss stuðningur út í lífið hefur sýnt fram á betri langtíma árangur því áskoranirnar  sem bíða að meðferð lokinni eru oft stórar og snerta oftar en ekki alla fjölskyldumeðlimi. 

Mikilvægi þess að eiga öruggt athvarf sem eingöngu er staður til uppbyggingar er ómetanlegt þegar stigin eru skref út í lífið á ný.

Hópastarf:

Boðið er upp á hópastarf fyrir bæði foreldra og aðra aðstandendur sem snýr að því að styrkja og efla sjálfsmyndina, vinna með meðvirkni og iðka djúpslökun til að róa taugakerfið.

Bóka tíma