Skiptir menntun máli?

Ég hef menntað mig mjög mikið, stundum er ég spurð að því hvort ég ætli að vera menntaðasta konan á Íslandi í aðferðum til þess að valdefla fólk.

Finnst það í sjálfu sér flott markmið en ég hef sótt mér þá menntun sem nýtist í mitt tækjabelti svo ég hafi þekkingu og getu til þess að mæta víðari hópi fólks og að mæta fólki á einstaklingsmiðaðan hátt.

Þroskaþjálfun/Markþjálfun fer það saman?

B.A próf mitt í þroskaþjálfafræðum og sérþekking mín þar er sjálfsmynd barna og ungmenna með ADHD tenging við áhættuhegðun og hvernig þroskaþjálfi getur leiðbeint öðru fagfólki í nálgun sinni við einstaklinga með ADHD.

Sem þroskaþjálfi þekki ég fatlanir, frávik og raskanir, æviskeiði frá vöggu til grafar þegar kemur að þroska, ég kann ýmsar leiðir til að valdefla fólk út frá þeirri stöðu sem það býr við hvort sem það er samfélagslega eða einhverjar persónulegar skorður.

Þroskaþjálfafræði eru frábær fræði og ég mæli allan daginn með að mennta sig sem þroskaþjálfi, ekki síst vegna þess að þroskaþjálfum er kennt að mæta fólki út frá styrkleikum en ekki takmörkunum og það er eitthvað sem kveikir innri neista innan fólks að horfa á það í plús en ekki mínus.

Ég hef menntað mig í ýmsu ofan á þroskaþjálfamenntun mína t.d hugræna atferlismeðferð var svo heppinn að vera í síðasta hópnum sem fékk að læra sama nám og geðlæknar og sálfræðingar og kynntist því nokkrum af þeim stéttum í náminu.

Einnig hef ég bætt við mig áfallameðferðum, uppeldisnámskeiðum, ýmsu sem snýr að meðvirkni og fíknum, hugleiðslunámi, jóga nidra, klínísk dáleiðsla og síðast en ekki síst bætti ég við markþjálfunarnámi.

Heillaðist algerlega af markþjálfuninni með hugmyndafræði þroskaþjálfans, fræðin eru lausnarmiðuð og valdeflandi og að mínu mati renna saman eins og flís við rass, geggjað að sjá fólk vaxa þegar þroskaþjálfun og markþjálfun fara saman.

Svo hrifin varð ég að ég tók grunnnám og framhaldsnám og er orðin ACC vottuð og búin að markþjálfa um 230 tíma við góðan árangur.

Fólk með greiningar

Fólk með greiningar eins og ADHD, einhverfuróf, væga þroskahömlun og fleira hefur töluvert nýtt þjónustu mína og það er bara tær snilld að vera þroskaþjálfi með markþjálfunarmenntun!

Ekki bara að mínu mati heldur að mati þeirra sem sækja markþjálfun til mín enda fæ ég umsagnir sem bræða hjartað og viðhalda þessari innri ástríðu sem hvetur mig til þess að efla fólk.

Til að svara þessari spurningu minni um það hvort menntun skipti máli, þá er svarið já og í mínum huga er ómetanlegt að eiga mikið í tækjabeltinu sínu þegar unnið er með fólki, því það er hagur þeirra sem leita eftir aðstoð til fagaðila.

Sem dæmi má nefna að eitt af því magnaðast sem ég egri í vinnunni er að styrkja afreksíþróttafólk með markþjálfun og dáleiðslu 🙂 það svínvirkar til árangurs!